Lina vill fá uppskrift að einhverju sulli sem ég sauð saman handa henni daginn sem hún ættleiddi mig. Sú ættleiðing var reyndar heldur endaslepp því eftir eldamennskuna strauk ég úr vistinni enda var ég ekki viss um hvort þetta væri þrælasala eða ættleiðing. Það runnu sko á mig tvær grímur þegar mamma hennar hringdi og vildi fá mig í skúringarnar hjá sér og Sjúkraliðinn neitað af þvi ég átti eftir að vaska upp og skúra. Nú er ég orðin munaðarlaus aftur en fann húslyklana mína svo ég þarf ekki að sofa á í undirgöngnum við brunarústir skiptistöðvarinnar.
Takk annars Sjúkraliði fyrir að skjóta yfir mig skjólshúsi þegar ég var læst úti, að öllu gamni slepptu þá kom það sér vel. (og meðan ég man. Flottir litir á bolunum þínum og þeir fara þér vel. Meiri liti í lífið)
Annars var uppskriftin sem var grunnurinn að eldamennskunni þetta kvöld eitthvað á þessa leið.
Kjúklingabringur eftir efnum og aðstæðum
1 dl tómatsósa
1 dl cola light.
1 tsk. ferskur rifinn engifer
Salt, pipar og tabasco
Kúrbítur
Paprikka
laukur
Kjöt eða grænmetiskraftur, salt pipar og hvítlaukur ef vill.
Við byrjum á þvi að skipta Cola lihgt út fyrir Pepsi Max (snarlega), engifer er kannski til og kannski ekki og þá sleppum við honum eða gleymum nema hann sé til og við munum eftir að nota hann. Það er betra að muna eftir salti og pipar sem er stráð á kjúklingabringurnar annað hvort í sósunni eða á þær ef þær eru aðeins brúnaðar á pönnu áður en Pepsi-tómatsósunni er hellt yfir. Tabasco sósa fanns ekki í mínum skáp þegar ég eldaði þetta fyrst og ég komst að þvi að Roasted Chili frá Thai choice er fínt í staðin en þurkaða chilið sem var í kryddihllu Ekki Pólska tengdasonarins kemur ekki í sama stað niður. Paprikka er bara alls ekki góð svo við notum eitthvað annað í staðin. Gulrætur, blómkál, brokkál eða fennel, eitt eða allt eftir þvi hvort sólin skín eða þokan byrgir sýn. Grænmetið léttsteikt á pönnu eða bakað í ofni, allavega ekki soðið í mauk en það er fínt að sjóða það í Pepsi sósunni og ég mæli með ananasbitum út í allt saman.
Af því við fórum svangar að kaupa í matinn voru keyptar sætar kartöflur og hafðar bakaðar sætar kartöflur með en það er ekki gott að setja þær saman við því bragðið af sósunni er svo yfirgnæfandi. Ég á eftir að prófa venjulegar karftöflur, gæti trúað að það sé fínt að hafa þær í grænmetispottrétti soðnum í þessari sósu. Er reyndar búin elda mér grænmeti í Pepsi Max-tómatsósu og sleppa kjúklingnum úr uppskriftinni.
Gerðu svo vel Sjúkraliði og prófaðu ný afbrigði. Bara muna PEPSI MAX!
1 ummæli:
Húsbóndin á þessu heimili eldaði þessa uppskrift í vikunni og hún var bara nokkuð góð, fannst okkur. Verður trúlega elduð aftur hér á bæ.
Skrifa ummæli