15. mars 2005

Bókaútsala

Ég missti af bókaútsölunni í Perlunni en lenti á bókamarkað hjá Eddu bókaútgáfu og sá lítði annað en rusl þar. Fann samt Ljóðasafn Hannesar Sigfússonar og keypti það.
Ljóðabókin Dymbilvaka eftir Hannes kom út 1949 og af þvi það líður að Dymbilviku .....


I

Ég sem fæ ekki sofið...

Bleikum lit
bundin er dögun hver og dökkum kili

Draugsleg er skíman blind og bak við allt
blóðlausir skuggar flökta á gráu þili

Andlit sem hylst að hálfu í dimmum skugga
hattur sem drúpir, hönd sem hvergi leitar
handfangs - og vör sem einskis framar spyr

Og úti stendur einn við luktar dyr.

________________

Og úr Imbrudögum
_________________

þann dag bárum við þá á milli okkar undan brimi líkt og sjóþunga farmannspoka, þreyttir og önugir vegna þess hvað þeir voru þungir. Þeir voru svo margir að við fengum ekki fangstað á dauðanum. Við horfðumst i augu við þá án þess að hvika, jafn sljóeygir og þeir, jafn brostnum augum.
Þeir spurðu engra tíðinda og sögðu fátt.

Engin ummæli: