14. febrúar 2005

Mánudagur til...

Nei þetta var ekki mánudagur til mæðu. Þetta er búinn að vera ágætis dagur enda Valentínusardagur sem íslendingar eru farnir að halda upp á eins og Kaninn. Íslenskir karlmenn kaupa eitthvað eða gera eitthvað sætt (kort) handa kærustunum, ekki vegna þess að þeim finnist endilega Valentínusardagurinn eitthvað öðruvísi en aðrir dagar heldur vegna þess að kærusturnar þurfa svo oft að fá staðfestingu á að þeir séu ástfangnir ennþá og þurfa skriflega staðfestingu. ,,Gefðu mér eitthvað og sýndu mér með því að ég sé einhvers virði" held ég að það syndrom heiti.
Að vísu hefur það ekki verið óþekkt á íslandi í gegnum aldirnar að gefa elskunni sinni eitthvað til að gleðja hana eða hann og það var gert á sumardaginn fyrsta. Táknrænn dagur sumardagurinn fyrsti og en nú er hann ekki nógu hástemmdur fyrir veruleika fyrrta og nútíma íslendinga með auglýsingaafskræmt verðmætamat.
Og þá er friðurinn úti. Hafrún getur ómögulega einbeitt sér að því sem hún ætlaði að þrasa um þegar einhver stikar um íbúðina fram og til baka og talar eins og keppandi í Morfís.
Og fær ekki að fara að sofa því það á að finna peysuna sem ekki finnst til að það sé hægt að fara í henni til Köben.
Geysp.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Milskilningur Lina. Þetta er sölutrix, eitt af mörgum sölutrixum og í ameríkunni er ástandið orðið þannig að það er orðin kvöð að ,,Valentínusa". Þeir sem ekki hafa einhvern til að senda kort ganga með veggjum og finnst þeir vera mislukkaðir þvi heilaþvotturinn er orðinn svo mikill að enginn er maður með mönnum nema hann hafi einhvern til að tjá ást sína á á Valentínusardaginn. Innilhaldslaust væmnislegt blaður er það sem fylgir þessu. Og guð forði mér frá væmni.
Elska þig líka þó það sér ekki svona Valentínusar og þú færð ekkert kort frá mér.
Ást er sýnd með ummhyggju en ekki aðkeyptu auglýsingaskrumi!
Farðu vel með þig og sjáumst í kvöld.
Hafrún

Nafnlaus sagði...

Sammála Ásdísi, þetta er bara kjaftæði og ekkert annað. Hvað ætli margir segi eitthvað um ást sína eða væntumþykju á þessu degi. Fáir, þeir rétta fram einhverja gjöf eða blóm og hinn þakkar fyrir sig. Þá vill ég frekar fá gott faðmlag og góðan koss á hverjum morgni, hverju kvöldi eða bara þegar Það gefur mér miklu meira en einhver gjöf.

Hafrún sagði...

Umm. Við Lina erum sennilega sammála um að vera ósammála. Ég kannast við ungmenni sem eru stressuð yfir því að búa ekki til eða kaupa nóg falleg kort handa ástinni sinni á Valentínusardaginni, ekki vegna þess að þau langi til þess heldur vegna þess að ástin þeirra býst við því. Svo þarf að bjóða út að borða og kaupa blóm og helst eitthvað smávegis með ef viðkomandi á einhverjar krónur?
Ég fer ekki ofan af þvi að allt þetta stand í kringum Valentinusardaginn er að stórum hluta tilkomið af þeim sem sáu sér hag i að selja eitthvað í tilefni dagsins. Hverjir eru það sem gera þessa daga svona áberandi?

Nafnlaus sagði...

Einmitt, þetta snýst allt um það hvernig við upplifum þennan dag. Á þvi byggist skoðun okkar, ekki satt?
Hafrún upplifir hann sem skrum apað upp eftir öðrum og vildi gjarnan sjá frumlegri hugsun hjá þeim sem vilja bæta við hátíðisdagaflóruna hjá okkur.
Ég frábið mér að fara að hlusta á Þakkargjörðarhátíðar auglýsingar. Hvers vegna ekki fjórða júlí, sautjánda maí, Ramöduna, Kínversku áramótin (ok sumir voru að halda þau hátíðleg), rússnesk jól og hvað mætti telja lengi upp. Hvaða daga halda Búddistar hátíðilega?
Ég er hrædd um að það verði seint farið að auglýsa daga sem ekki selja neitt.
Hafrún.