Ég fór á bókasafnið í dag. Var að leita mér að einhverju um Reykjanesið og fór heim með Hornstrandabækur. Ekki kannski alveg tímabært að leggjast í Árbækur FÍ um Vestfirðina og Hornstrandir en það var bara eitthvað svo freistandi að taka þær með til að fletta aðeins.
Annars var afkvæmunum og mér boðið í mat hjá frænku þeirra þar sem afi þeirra er til húsa meðan hann er í bænum. Fengum grillað læri og erum ákveðin í að mæta klukkan sex stundvíslega á hverjum sunnudegi eftir þetta.
Horfði svo á Örninn og dáist að því hvað danir gera flotta framhaldsþætti. Þessi er svo góður að mig langar orðið til að skilja talaða dönsku, ekki bara prentaða.
Nágrannin var að lakka gólfið í bílskúrnum hjá sér og það vill svo vel til að bílskúrinn er við hliðina á stofunni hjá okkur. Veggurinn virðist vera mjög óþéttur. Ég er búin að vera að sniffa lakk síðan í gær. Púff.
Best að sniffa sig í svefn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli