3. febrúar 2005

,,Það mælti mín móðir"

Talaði við mömmu í hádeginu, spjölluðum um daginn og veginn meðan ég gleypti í mig gulræturnar mína. Svona í lokin sagði Hafrún ,,jæja best að drífa sig i vinnuna, held annars að ég sé að fá pestina og ég má ekkert vera að því að vera veik" móðir hennar svarar ,, Hvaða vitleysa, það er ekkert að þér, fáðu þér bara koníak og haldu áfram að vinna"
Hvert á maður að sækja vorkun ef ekki til mæðra sinna? Mér er spurn.

Annars var ég að kveðja restina af jólunum í dag þá á ég bara eftir að losa mig við haustið og nei takk Sjúkraliði ég vil ekki súkkulaðiköku sem ég reyndar veit ekki hvenær var í boði af því það vantar klukkuna á commentin.

Tókst að vinna fram eftir í kvöld og er að spá í að fara að ráðum mömmu og skella í mig þessari mínikoníaksflösku sem ég á og sjá hvort það er eins bakteríudrepandi og hún heldur fram.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Virkaði og virkaði ekki. Ég er allavega ekki óvinnufær en kvefpst og hálsbólgu fékk ég nú samt. Það er annars viðkvæðið að maður eigi að fá sér koníak um leið og fyrstu einkennin gera vart við sig. Ef ekki getur maður sleppt því. En koníak er nú annars ágætt og sennileg meira gang í því við pest en sjálfsvorkunin.