19. febrúar 2005

Kalsaganga á fimmtudagskvöldi

Kalsaveður í Reykjavík, kuldinn og rakinn nístir gegnum úlpu, lopapeysu, merg og bein.
Í hellulögðum Fógetagarðinum, elsta kirkjugarði Reykjvíkur tyllum við okkur á bekk meðan bókmenntafræðingur með lokk í augabrúninni talar um skáld. Svo hlustum við á prósa um myrka borg og mannganginn meðan hrímið læðist upp eftir mænunni.
Við Tjörnina les skáldkona upp bókarkafla um konu í skilnaðartilvistarkreppu. Rigningi breytist í snjókomu og síðan aftur í rigningu.
Ljóðalestur við fótskör Jóns Sigurðssonar kemur blóðrásinni ekki í eðlilegt horf og þegar gangan þokast að höfninni laumum við okkur í hægri beygju inn í Austurstrætið. Liðhlaupar!

Engin ummæli: