Er að verða búin að öllu því sem ég kveið fyrir að þurf að koma í verk fyrir 7. feb. Bara smá vegis eftir og málin á því stigi að ef það ekki klárast þá verður þetta bara að fara eins og verkast vill. Er búin að vinna flest kvöld í vikunni og alla helgina og er satt best að segja búin að fá nóg af því. Mér finnst vinna ekki svo skemmtileg að ég sé til í að sleppa öllu öðru eða vaka allan sólahringinn til að gera eitthvað annað en vinna, sofa, éta. Ég þekki konu sem getur þetta en ég er ekki hún.
Sem sagt lokahnikkurinn á öllum vígstöðvum í fyrramálið, fundur annað kvöld og ég lofaði upp í ermina mína síðsta sunnudag og á eftir að skila ferðalýsingu. Sé ekki að ég fái að liggja i leti í minni kvefpest í friði. Ég er farin að skilja af hverju ég verð alltaf lasin í sumarfíum, ég má bara ekki vera að þvi á öðrum tima.
Svo fékk ég kort af leiðinni sem við löbbuðum um síðustu helgi og mig LANGAR í GPS. Finnst svo ferlega sniðugt að geta merkt inn á kort gönguleiðirnar sínar með öllum sínu krókum og hlykkjum. Love it.
Og eitthvert kvöldið í vikunni þarf ég að finna mér tima til að horfa á spólu með Spaugstofunni frá þvi á laugardaskvöldið og danska þættinum frá þvi í kvöld. Nema ég kúri undir teppi yfir sjónvarpinu einhvern morguninn.
Og er að velt því fyrir mér hvort ég eigi að fara á ráðstefnu á föstudaginn en þá þarf ég að fá frí í vinnunni og borga fúgu. Langar samt til að fara.
Og ég var búin að lofa mér allan laugardaginn á vinnusmiðju.
Og skólasysturnar voru að plana þorrablót á föstudagskvöldið.
Hvers vegna þarf allt að vera í sömu vikunni. Næstu viku verður ekkert um að vera og ég bara ein heima þegar Tölvunarfræðingurinn verður farin til Danmerkur að skoða danska nýbúa. Kannski ég hald bara partý þá helgi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli