Ég talaði við vinkonu mína á msn í dag. Hún spurði hvort ég vildi koma í leikhús á laugardaginn.
Ég sagði ,,já"
,,Viltu sjá Þetta er allt að koma"
,,Já" sagði Hafrún en mundi samt ekkert hvað það er eða hvar það er sýnt.
,,Er þér sama þau þú sért uppi á svölum" sagði hún.
,,Já". (hvaða svölum, hef ekki komið í Þjóðleikhúsið síðan 1700 og súrkál)
Stuttu seinna sagið hún ,,þú skuldar mér 2.600 kr. 1. mars"
,,Já" sagði Hafrún.
Ég á aðra vinkonu sem ég segi stundum einhverja vitleysu við, þá spyr ég t.d. ,,Viltu koma til London" og hún segir ,,Já". ,,Viltu koma á Hornstrandir" og hún segir ,,Já". ,,Viltu koma í skálavörslu í viku". ,,Já" segir hún.
Í dag fannst mér ég eiginlega vera farin villa á mér heimilidir og leika aðra konu.
En í dag fann ég líka að það er gott að hafa einhvern sem segir upp úr þurru og með engum fyrirvara ,,viltu gera eitthvað"
1 ummæli:
hvernig í ósköpunum heldurðu að það væri að eiga þig fyrir vinkonu ef þú segðir alltaf nei.
Bráðsnauðsynlegur eignleiki, sko að geta sagt já.
;)
Skrifa ummæli