30. janúar 2005

Í gær

vann ég lengi og kom þó nokkru í verk, keyrðisvo afkvæmin á þorrablót. Þurfti að fara tvær ferðir enda afkvæmin tvö.
Tölvunarfærðingurinn tók litla bróðir sinn með sér út eitthvað sem henni var ekki of vel við fyrir tæpum 20 árum en tímarnir breytast og börnin með. Svo fór ég í leikhús. Það var frábært, ég ætti að fara miklu oftar.
Ætla í göngu í dag með Sjúkraliðanum og einhverjum fleirum sem ég veit ekki enn hverjir verða.
Ef mér tekst svo að vinna seinnipartinn og fram á kvöld verð ég þokkalega ánægð með sjálfa mig.


Engin ummæli: