23. janúar 2005

Skemmtanir og eftirköst

Fór á þorrablót Ásatrúarmanna á föstudagskvöld. Þetta félag er samansafn af sérvitringum og furðufuglum, af þeim eru amk einn eða tveir skyldir mér og svo kann ég yfirleitt ágættlega við sérvitringa, þeir auka við litróf mannlífsins, þess vegna fer ég á blót hjá þeim.
Fór á þorrablót hjá þessu félagi í fyrra og hlustaði þá á á frumflutning á tónlist samda við Völuspá. Það var magnað og ég held að það komi engin atriði á þessum skemmtunum til með að toppa það í mínum huga.
Skemmitatriðin á föstudagskvöldið voru í anda félagsskaparins, kvæðamaður, fiðluleikur á Harðangursfiðlu og íslenskur tvísöngur. Eitthvað sem maður heyrir ekki á Dubliners eða Viktor eða nokkurstaðar annarstaðar.
Og við vinkonurnar kíktum í bæinn og sáum eitthvað af fólki þó þar væri lítið af fólki, það auðveldaði okkur að fá sæti og að tala við það fólk sem við þekktum og rákumst á.
Ég rifjaði upp að Baileyskaffi er gott og það á ekki að drekka það síðustu tvo tímana sem maður er á röltinu. Var lengi að finna jafnvægisskinið á laugardaginn en tókst samt að mæta á fundinn sem ég var búin að lofa mér á klukkan ellefu.
Hallast svo helst að þvi að bjór og Baileys hafi ekki góð áhrif á boðefnin í heilanum á mér. Það vantar alltaf boðefni sem stjórnar vellíðan og góðaskapinu eftir svona vökunætur. Ætla þess vegna að drífa mig út í langan göngtúr í dag og sjá hvort útiveran hefur ekki þveröfug áhrif.




Engin ummæli: