Er búin að vera að slá í og úr með það hvort ég á að fara á þorrablót á föstudagskvöldið. Langaði ósköpin öll til að fara og langaði svo ekkert til að fara. Fann því bara allt til foráttu. En er aftur farin að hugsa um að fara. Get skipt um skoðun nokkrum sinnum fram á föstudag.
Ætla að slá ákvarðanatöku á frest til morguns. Ákveða þá hvort ég fer á þorrablót eða leggst í pest. Þetta er jú alltaf spurning um hugarfar ekki satt?
Var að lesa yfir verkefni í íslensku sem Sjúkraliðinn átti að skila í dag. Fann að ég er löngu búin að tína þessri málfræðikunnáttu sem ég hafði eftir gaggó. Veit samt hvað er vitlaust og hvað ekki þó ég vit ekki hvers vegna og hvers vegna ekki. Samt er bara eitt sem ég man úr verkefninu hennar.
Svona hljóðar það:
Dætur Jón Þórs og Erlu Sif eru skírðar í höfuðið á afa sínum og ömmu, Njerði Sigurðarsyni og Bríet Jónsdóttir
Þetta leiðir hugann að mannanafnanefnd og skyldi hún hafa samþykkt Njörðína sem er sennilega nafnið á annari dóttir þeirra Jóns Þórs og Erlu Sifjar.
Nema hún heiti Njörða? Humm, fleiri möguleikar?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli