12. desember 2004

Mennt er máttur

Það kom í ljós í kvöld til hvers ég var að láta afkvæmi nr1 mennta sig öll þessi ár.
Hún er farin að kenna mér á tölvur og ekki seinna vænna. Er búin að segja mér hvers vegna myndirnar mínar sáust ekki hér nema með höppum og glöppum og kenna mér að kópera kóðann í dreamweaver til að sjá hvernig hann lítur út og hvort hann virkar. Þetta varð náttlega til þess að ég gleymdi mér í tölvuleik í kvöld og gerði lítð annað.
Ég er að vísu í vandræðum í svona kennslustundum hjá tölvunarfræðingnum vegna þess að þegar hún byrjar að ryðja út úr sér orðum eina og slas slas og scr og hinu og þessu sem ég næ ekki að grípa hvað þá sjá hvar er í kóðanum þarf ég að setja upp ljóskusvip og snökkta til að hún hægi á sér og segi ,,en þetta var ekkert sem er erfitt að skilja"
Það er nú hennar skoðun sem ég deili ekki með henni.
En þó ég sé búin að finna hverngi á að setja myndir rétt inn nenni ég ekki að laga allt þetta gamla dót mitt.
Púff ef ég held áfram að fikta í þessu nenni ég ekki að fara í göngutúr á morgun.
Hvarflar að mér stundum að tölvur séu verkfæri andsk...., eru allavega tímaþjófar.

Engin ummæli: