10. desember 2004

Gamlar skruddur

Lenti inn í Góða hirðinn í vikunni.
Þar er samsafn af misjöfnu dóti sem Sorpa sér um að halda til haga fyrir Rauðakrossinn.
Þar var lítð sem vakti áhuga minn en ég fann þó bókahorn þar. Hefði getað hangið í því góðan tíma ef ég hefði bara mátt vera að, en þurfti að fara hratt yfir.
Náði nú samt að finna þokkalega vel með farið, lítið krotað og lítið lesið eintak af gömlu skólaljóðunum, myndskreyttum af Halldóri Péturssyni.
Hver síða er listaverk.
Þetta var uppáhalds námsbókin mín í barnaskóla. Var nú samt ekki að hafa hátt um það eftir að hafa svarað systir minni satt og rétt þegar hún spurði mig hvað mér finndist skemmtilegast að læra í skólanum, hún saup hveljur þegar ég sagði Skólaljóðin.




Halldór Pétursson



Þær myndir sem ég finn eftir Halldór Pétusson á netinu eru ekki líkar myndunum hans í Skólaljóðunum þó höfundareinkennin leyni sér aldrei. Læt samt fylgja sýnishorn úr vísnabókinni sem ég reyndar átti líka og á enn.

Hvítárnes


Ég efast ekki um að myndirnar hanns Halldórs eiga stóran þátt í að ég hafði svona mikið uppáhald á þessum bókum.
Ég þarf að fá mér skanna og skanna þessar myndir inn á tölvuna hjá mér. Ætti að byrja á myndinni af Glám og Gretti.
-----------
Feiknstöfum máninn fölur sló
framan í dólginn grimma,
í jörðinni stundi, hrikti og hló,
hörð var sú örlaga rimma,
buldi við draugsröddin dimma.
Mattías Jochumsson

Engin ummæli: