Ég og Sjúkraliðinn fengum okkur göngtúr á Laugaveginum í kvöld. Slepptum blysgöngunni af þvi gólfsópið hjá Sjúkraliðanum var lasið en drifum okkur á staðinn um níuleytið.
Áður en við vissum af var klukkan að verða ellefu og við rétt nýkomnar. Það var ískalt og við þóttumstum eiga erindi inn í hinar og þessar verslanir en þó aðallega gallerý til að hita upp nefin á okkur áður en þau molnuðu af. Svo gaddfrosin voru þau.
Ég kemst eiginlega ekki í rétt jólaskap orðið fyrr en ég er búin að rölta í miðbæinn á Þorlák. Skrítið hvað þetta varð fljótt að verða hefð hjá mér. En andrúmsloftið niðri í miðbæ á þessum tíma er bara svo jólalegt, stressið búið og allt dottið í dúnalogn fyrir utan auðvitað þá sem kunna sér ekki hóf í að fagna Þorlák.
Mig langar í fleiri gönguferðir um jólin. Heiðmörkin, Ægissíðan, Nauthólsvíkin, Elliðaárdalurinn allt handan við hornið og hvers vegna notum við það svona lítið?
1 ummæli:
Heldur sein að lesa þetta annars hefðum við farið í dag.
Verðum að finna annan tíma.
Skrifa ummæli