17. desember 2004

Búið!

Jæja þá er Stúdentinn orðinn stúdent með hvítan koll og allt og óvænta veislan búin að mestu leiti. Bara eftir nokkrir bjórdrekkandi vinir í rafstuðsspili í kjallaranum. Haugur af óhreinu leirtaui og mat sem ekki tókst að troða í gestina. Mér hefði verið óhætt að elda þriðjungi minna.
Sé fram á að eiga nógan mat fram að jólum og er ekkert ósátt við það. Er ekki duglegasta manneskjan í eldhúsinu þessa dagana.
Veisluofnæmið mitt felst ekki í því að fá gesti heldur í þvi að undirbúa veislur. Meira að segja sjálf eldamennskan er í góðu lagi bara þegar hráefnið er komði í eldhúsið hjá mér og er það er hægt að sinna þessu án þess að vera á hlaupum út og suður hinna og þessara erinda. Sjálfsagt er þetta æfingarskortur, ætla ekki að fara að koma mér í æfingu í veisluhaldi. Held að það sé bara ekkert veislutilefni næstu árin. Sem betur fer.

Þarf að koma herberginu mínu í það horf að þar sé hægt að sofa og sofa svo vært og rótt til morguns. Það verður rosalega ljúft.

Engin ummæli: