Eftir töluverðar vantaveltur um froskaduld kvenna og án þess að komast að niðurstöðu um hvort við búumst alltaf við að forskarnir í lífi okkar séu prinsar í álögum eða að við séum prinsessur ef við kyssum froska ákvað ég að blanda mér í hennar mál og hvatti hana til að fá sér frosk sem hægt er að hafa í búri eins og hana dreymdi um.
Hún keypti sér frosk og ég held hún hafi engar væntingar til hans aðrar en þær að hann sé sáttur i sínu búri og duglegur að borða orma og flugur (lesist ódýr í rekstri).
Draumafroskurinn. Hann kemst fyrir í eldspítustokk
Auðvitað féll ég í freistni þegar ég var komin inn í gæludýrabúð.
Í vinnunni hjá mér svamlar um í skál á afgreiðsluborðinu svartur fiskur með stór útstæð augu.
Einn og svartur hefur hann sveimað hring eftir hring í krukkunni bráðum í ár.
Ég sá í Fiskó appelsínugulan eineygðan fisk með soprð eins og vængi og ég ákvað að hann væri heppilegur félagsskapur fyrir vinnufiskinn. Laumaði honum í skálina svo lítið bæri á og nú sjáum við þó tvo liti þyrlast þar um.
Ég segi öllum að þetta hafi verið af umhyggju fyrir gæludýrinu, að það væri ekki hægt að hafa hann einan í sprengjuregninu um áramótin en í sannleika sagt hef ég ekki trú á að það breyti fiskinn nokkru hvort hann er einn. Ég var bara að fá útrás yfir skrautgirnina. Það er flottara að hafa rauðgult og svart.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli