15. nóvember 2004

Upplestrar,,frí"

Síðasti skóladagurinn búinn og ég komin í upplestrar ,,frí" Vildi gjarnan geta tekið þessa viku fram að prófi í það að lesa undir próf. Hef á tilfinningunni að það veitti ekki af miðað við allt það magn af lesefni og ítarefni og ég veit ekki hverju sem búið er að demba yfir mann þessa síðustu skólahelgi. En verð í fríi um næstu helgi og les og les og...
Er lurkum lamin eftir helgarseturnar og langar út að búa til snjókall. Alltaf kaldir kallar þessir snjókallar.
Vetrardekkin ekki komin undir bílinn enda ekki búið að kaupa þau. Hinn bíllinn á heimilinu á ónelgdum heilsársdekkjum svo ég held að hún komist nú út á Kringlumýrarbrautna á morgun. Eftir að maður er kominn þangað eru manni allir vegir færir á söltuðu malbikinu.

Það á að vera hægt að setja inn myndir hérna eins og á blogspot en mér er ekki að takast það í bili. En minn tími mun koma þó ég gefist upp í bili.

Tókst það
. Nú er bara að finna út hvernig á að stilla stærðina á þessum ósköpum.

15.11
Komið og farið. Get ekki ímyndað mér hvernig mér tókst þetta í gær er ekki að takast þetta í dag og er að eyða alltof löngum tíma í tölvuleikfimi núna.
Svo löngum að ég sleppi fyrsta kaflanum af ævisögunni sem ég ætlaði að skrifa hérna inn í kvöld

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég byrja alltaf á að taka myndirnar, sem ég ætla að setja inn á netið, í Photoshop og ákveða stærðina þar

Harpa E

Hafrún sagði...

Takk Harpa. Þörf ábending.
Þetta bendir annars til þess að maður þurfi að vera skipulagður og henda ekki myndum í belg og biðu á svæði á netinu og reyna svo að linka þær inn á bloggið með happa og glappa aðferðinni. Ég stefni að því að verða svona skipulögð. ;)

-og læra á Photoshop.

Nafnlaus sagði...

Photoshop er náttla snilldin ein.
Ég mæli með námskeiðinu FSH 112 við IR. Þar er farið í gegnum bókina Photoshop á eigin spýtur og maður lærir grunninn.
Svo er aftur líka vel hægt að reyna að fara í gegnum bókina sjálfur "á eigin spýtur" en hættan er bara sú að maður komi því ekki í verk :-)

Kv. Harpa E