12. nóvember 2004

Með fullum sönsum?

Slapp heim úr skólanum nokkurnvegin með heilum sönsum, er ekki viss um að þeir verði í lagi í fyrrmálið þegar mig verður búið að dreyma bókhaldslegar og skattalegar fyrningar heila nótt.
Lýg engu með það að ég var að stilla upp mismuni launþega og verktaka í fyrrinótt. Skelfilegt!
Það eru bara 10 dagar eftir af þessum blessuðum skóla.
Ég misreiknaði mig herfilega á því hvaða einkun ég þyrfti að hafa í síðasta hlutanum. Hélt ég þyrfti 6 en dugir víst að fá 5,5. Slagt að geta ekki einu sinni reiknað út hvað þarf að fá í síðasta faginu til að ná meðaleinkun upp á 7. Svei mér þá.
Búin að ákveða að næsta nám verður eitthvað skemmtilegt OG auðvelt. Finn mér latínunámskeið einhverstaðar eða eitthvað annað sem er mjög ópraktískt og kemur mér ekki að neinu gagni við nokkurn skapaðann hlut. Er farin að hlakka til strax!

Vinkonur mínar hættar að blogga. Mér finnst það fúlt, ég hef ekki hugmynd um hvar þær eru eða hvað þær gera þegar þær tilkynna sig ekki hérna. Þetta eru eiginlega einusamskiptin sem ég á við vini mína. Sniff. Meira segja sú pínulitla kvefaða er hætt að færa inn í dagbókina sína :p.
Verð að koma þeim í saumaklúbb á fimmtudaginn! Ætli það sé nokkur á kvöldvakt?
Vonandi ekki, við ætluðum að fara í heimasíðuhandavinnu í næsta saumaklúbbi. Af því það komast ekki margir við tölvuna í einu (sama hvar sú tölva er) sem minnir mig á það, ætli það sé nokkuð að frétta af Labbanum eða var það Lappanum en sem sagt ein getur alltaf lesið upp úr námsbókunum fyrir mig á meðan hinar sjá um vefsíðugerðina!!




Engin ummæli: