16. nóvember 2004

Tölvuhreinsun

Mætti í vinnu og þurfti að byrja á að hreinsa tölvuna af allrahanda rusli.
Ég hélt að þegar ég væri komin með spy sweeper losnaði ég við allt þetta drasl sem hleðst inn af þvi að gelgjan á vinnustaðnum fær að setjast hérna í matar og kaffitímunum sínum. En það var fullt af rusli á tölvunni samt spydót og virusdropper og ég veit ekki hvað og hvað.
Tók mig til og setti lykilorð á netaðganginn, kannski er hægt að fara fram hjá því það kemur í ljós. Allavega þarf að slá inn lykilorð fyrir hverja einust síðu sem á að fara inn á núna.
Vinkona mín benti mér á að það væri ekki í mínum verkahring að halda tölvum fyrirtækisins gangandi ég væri ráðin í annað en þetta er nú einu sinni mín vinnuaðstaða og ég vil hafa hana í lagi. Best væri að geta tekið töluvna undir handlegginn og labbað með hana út þegar ég fer en þá virkar víst hin ekki og það þarf aðgang að gögnunum.
Svo; búið að hreinsa til á skrifborðinu og á harðadisknum, þá má reyna að vinna.



2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú ekki hemja með þessa tölvu, ég mundi nú bara banna þessari gelgju að fara í vélina. Þetta er ekki leiktæki heldur atvinnutæki og þarna eru geymd gögn sem mega ekki glatast. Uss, þetta á ekki að þekkjast. Kaupið bara nitendo handa barninu.

Hafrún sagði...

Gelgjan náttlega orðin 18 og farinn að fara á síður sem eru bannaðar innan 18. En nú er bara allt nema mogginn og símaskráin bannað. hehe.