20. nóvember 2004

Að taka daginn með trompi

Það var meiningin að taka daginn með trompi og klára skilaverkefni og læra fyrir próf frá morgni til kvölds.
Byrjaði vel og dreif mig í latin-leikfimi til að hrista af mér vöðvabólguna og mæta svo stálslegin í námið. En maður þarf að næra sig eftir svona tíma og svo þarf að eins að athuga blogg og vefsíður og athuga hvað virkar og hvað ekki af hverju ekki. Hringja svona út og suður til að fá skýringar á málunum, tala aðeins á msn við afkvæmið, aðeina að halda móður sinni félagsskap í símann og vera svo orðinn loppin af kuldanum á lyklaborðinu. Skrýtið að það skuli vera kaldara hérna inni í tveggja° frosti en var meðan frostið var 10°.


Stjarnan og fossinn

Fossinn heldur sínu einmanna striki
allan ársins hring.

Sumarlangt þraukar hann stjörnulaus
það er ekki von á henni fyrr en í haust.

Þá hallar hún sér í brekkunni fyrir ofan fossbrúnina

og vatnshjartað hraðar sér.

Steinunn Sigurðar

Engin ummæli: