18. nóvember 2004

Hundleið

Orðin hundleið á náminu. Þarf að klára 4 daga að prófdegi meðtöldum og þarf orðið að bíta á jaxlinn þegar ég sest niður. Náði ekki að klára verkefnið í dag og er ekki búin að ákveða hvort ég safna upp í vinnunum mínum fram á þriðjudag og læri á morgun eða hvað.
Laaaaaaaaangar til að gera allt annað en þetta.
Það er sennilega meinið. Mig langar til að gera svo margt í augnablikinu og kemst ekki til þess að gera neitt annað en lesa og reikna og reikna og lesa.
Náði nú samt að ná í vinkonu mína í kvöld og henda henni í Tövunarfræðinginn sem upplýsti hana betur en ég gat gert um hvað fælist i vefsíðusmíðum. Ég þarf að gera eina síðu líka. Kannski við getum föndrað saman vefsíður þegar aðrir fara í jólaföndrið!

Engin ummæli: