Síminn minn hringdi í gær. Lille bro í símanum og þegar hann hringir er ég vön að svara: Já hæ, hvað er að?
Og af því þetta er ekki málgefnasti ættingi minn næ ég svo í rörtöngina og toga upp úr honum erindið.
Hann átti erindi núna, bauð mér í heimsókn um helgina til að vinna fyrir sig. Maðurinn sá ljósið og ákvað að fá einhvern til að koma pappírunum sínum í réttar möppur og möppunum í réttar hillur. Eitthvað smávegis meira auðvitað en þetta er mesta vinnan.
Fékk nettilboðin frá flugfélaginu í dag og held bara að ég fari á laugardagsmorgun og komi til baka á mánudagsmorguninn.
Er svo ákveðin í að koma þessu að í öllum samræðum fram að helginni, segja ábúðarfull ,,Já, ég verð að vinna fyrir austan um helgina"
Láta þetta hljóma eins og ég sé mikilvæg persóna á ferð og flugi um allt land að vinna í mikilvægum verkefnum.
Loksins, loksins. Allir aðrir í vinnunni hjá mér eru að sinna verkefnum út um dintinn og dattinn, allir orðinir hundleiðir á þvælingunum nema ég sem aldrei fer neitt. Fylgist bara með hinum á þvælingi um landið, miðin og Evrópu.
Annars kallar þetta á óhemju dugnað sem ég er ekki viss um að ég eigi til.
Þarf að klára helling af málum fyrir mánudaginn sem þýðir núna að ég þarf að klára helling af málum fyrir laugardaginn og ætti þess vegna að vinna á kvöldin.
Vann í gærkvöld, vinn annað kvöld en ætla að fara í afstressun í kvöld. Veitir ekki af er orðin eitthvað skjálfhent, hvernig verð ég þá orðin á föstudagskvöld.
Iss, þetta hefst allt.
2 ummæli:
Vinn í því leynt og ljóst að gera mig ómissandi hjá sem flestum. Það lætur mér finnast ég mikilsverð manneskja.
Á einhverju verður maður að byggja sjálfsvirðinguna :p
Skrifa ummæli