Fan1
Við gegnum um götur Smáralindar í gær og kölluðum hvor á aðra. Þetta minnti á kallara fyrri alda sem gengu um götur og kölluðu upp tilkynningar nema við létum nöfnin okkar duga.
Þetta er eina Fanið mitt og ég verð að gæta mín að misstíga mig ekki svo ég missi ekki þennan eldheita aðdáenda minn sem ég ætla að hamast við að spilla í framtíðinni eins og hingað til. Ekki með nammi, heldur með hoppum, látum og slagsmálum.
Ætli það sé ekki til einhver leið til að minnka myndir sem maður er að linka inn af öðrum síðum. Þessi er td. aðeins of stór.
2 ummæli:
Fan nr. 1 var heldur ekki sátt við að "Addís" kæmi ekki með í bílin hjá sér. Reyndi mikið að kalla og athuga hvort hún sæi ekki "Addísi" einhverstaðar. Sættist svo að lokum á að "Addís bílllan sín"
Ef þú ætlar að breyta/minnka stærð á mynd sem fyrir er á netinu þá þarftu að sækja hana til þín (t.d. hægri smella með músinni á myndina og svo save target as) og setja hana svo inn í t.d. photoshop. Stilla þá stærð sem þú vilt hafa hana í og vista hana svo á þínu svæði á netinu. Þetta er sú aðferð sem ég nota.
Prufaðu og segðu mér svo... eða ég sé ef það tekst ;-)
Kv. Harpa
Skrifa ummæli