Nýtt met hjá mér. Fór á pöbbarölt á mánudagskvöldi og afrekaði að komast bæði á Kringlukrána og á Dubliners. (Keyriði sjálf en ef ég hefði verið búin að lesa tilboðið um akstur hefið ég ábyggilega fengið mér Beilískaffi) Þetta er persónulegt met og ég á ekki von á að nýtt verið slegið í bráð.
Síðasta prófið búið og ég er svo bjartsýn að ég er viss um að hafa náð minni lágmarkseinkun en maður getur aldrei verið alveg viss. Nám snýst nfl. eins og ég hef alltaf sagt um að segja það sem kennarinn vill heyra en ekki það sem maður veit og ég er ekki alveg með það á hreinu hvað þessi kennari vildi heyra. Jólalögin kannski, allavega einhver lög og helst mikið af þeim.
Nú tekur bara við bið eftir einkunn og vísindaferð sem er búið að lofa okkur í sárabætur fyrir illa skipulagt nám. Nei annars, kennarinn sem kom þessari vísindaferð á má eiga það að hafa verið með markvissustu kennsluna af þeim sem kenndu þarna.
Bíllinn minn er enn á sumardekkjum af því ég er enn að leita mér að lítið notuðum ódýrum 13" vetrardekkjum, helst nelgdum.
Ég hélt á leiðinni í bæinn í kvöld að ég væri búin að bræða úr rúðuþurkumótornum, þurkurnar virkuðu ekki almennilega og það var skrýtin lykt í bílnum. Komst að því um miðnættið þegar ég fór út aftur að það var Hringrás sem var að bræða úr sér en ekki mótorinn minn.
Sameiginlegur galli við bjórdrykkjuboð vinkvenna og kaffidrykkju á pöbbarölti er að maður angar eins og stubbahús sem hefur ekki verið tæmt vikum saman. Ojbarast. Að fólk skuli vera að þessu ógeði.
Skyldi fólk sem hefur ekki reykt í fjölda ára (hætti á undan mér)nefnum engin nöfn, og er alltaf á djamminu vera að þvi til að hafa tilefni til að fá sér að reykja?
Er bara svona að velta því fyrir mér.
Ætla ekki að vakna snemma á morgun en eftir morgundaginn skal ég vera dugleg að vakna og mæta í vinnu á morgnana.
3 ummæli:
Til hamingju með að vera búin í öllum prófum!
Ég fer ekki í próf fyrr en 15. og 17. des [arg]
Harpa E
Úff, það fer um mig kaldur hrollur að hugsa til þess að eihver eigi eftir að vera að læra fyrir próf fram undir jól. Meira að segja svona antijólista eins og mér finnst það ekki spennandi. En það er svooooo gaman þegar þetta er búið. :D
Jamm, hitt kynið, drykkja og reykingar, þetta er ekki efnilegt.
Allt hefur sinn tíma og það er til tími fyrir allt, það er bara spurning hvenær sá tími er.
Skrifa ummæli