23. nóvember 2004

Miðnæturraus

Var með yfirlýsingar einhverstaðar, man ekki hvar. Sagðist ætla að vakna eldsnemma á morgun og drífa mig í ræktina og svo beint í vinnu.
Dreg þetta allt til baka. Ætla ekki að vakna eldsnemma, bara snemma og fara beint í vinnuna. Er kalt og er þreytt og er víst ekki fær um að gleypa allan heiminn í einum bita eins og ég hélt í morgun. Góðir hlutir gerast hægt og ég ætla að safna kröftum áður en ég fer að djöflast frá 6 á morgnana til miðnættis.
Kannski nenni ég bara að fara í jóga á fimmtudagskvöldið.


56.
Meðalsnotur
skyli manna hver,
æva til snotur sé.
Örlög sín
viti engi fyrir
þeim er sorglausastur sefi.



Engin ummæli: