Ákvað í kvöld að nú væri ég orðin lasin, sárlasin meira að segja og sofnaði undir sæng yfir fréttunum. Fékk ekki langan frið, síminn hringdi eins og hann gerir alltaf þegar hann á ekki að hringja. Hætti við að vera lasinn og er orðin stálsleginn um miðnættið. Tek það til alvarlegrar athugunar á morgun hvort ég verð lasin, sárlasin eða stálslegin.
Ætla samt ekki að labba eitt eða neitt á morgun. Hef á tilfinningunni að úthaldið verði í samræmi við það sem var í dag og þá gæti einhver þurft að styðja mig heim.
Bauð vinkonu minni og gólfsópinu hennar í kaffi í kvöld, fannst það upplagt þegar ég er ein heima yfir óspennandi sjónvarpsefni og þær þurftu hvort sem er að vera á ferðinni í vinnu og pössun.
Sumir nutu góðs af sænginni í stofusófanum og sofnuðu vært.
Mér finnst heimilislegt að hafa fólk og ketti dormandi í stofunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli