21. nóvember 2004

Kæruleysi og væl

Datt í kæruleysi í gærkv. og fór í bjórdrykkjuboð. Drakk að vísu engan bjór heldur ýmislegt sem mér finnst betra en bjórinn.
Þetta kæruleysi mitt hefur bitnað á pófundirbúningi en hvað um það, ég er komin á það stig að langa bara til að ljúka þessu prófi af með 5,5.
Er komin með klígju fyrir tilvísunum í lagagreinar og pælingar á því hvað er leyfilegt lögum samkvæmt og hvað ekki, af því það er hvergi talið upp með því sem má og hvað má af því það er ekki talið upp með því sem er bannað. Kærst.
Þetta var svo sem ekki leiðinlegt námsefni í byrjun en öllu má ofgera.
En best að snúa sér að náminu þvi að öllu væli slepptu skilur það ábyggilega meira eftir sig en bjórkvöld. Þau skilja aðallega eftir sig tómleikatilfinningu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gat verið maður bregður sér af bæ eina helgi og þú dotin í það og hætt að læra.
En hvað ég skil þig vel að vera að gefast upp á að lesa þetta, finnst samt voða vænt um að þú skulir vera búin að fá innsýn inn í minn heim þegar ég sat hér heima að lesa í mánuð í vetur.