21. nóvember 2004

Fallnar byggingar.

Horfði á byggingu falla í nótt.
Stóran sívalan gljáandi turn, margra hæða með stórum svölum á hverri hæð og á hverjum svölum var hópur manna að vinna við að byggja og stækka turninn. Hann seig út á hlið hraðar og hraðar og skall svo niður í rykmekki. Vinnuhóparnir með.
Ég kallaði á þá sem voru nálægt mér til að benda þeim á þetta stórslys sem var að verða en enginn tók undir við mig og engum virtist finnast þetta skipta máli nema mér.

Hefur einhver ráðningu handa mér?

Sennilega þarf að byggja á traustri undirstöðu.

Engin ummæli: