Súlan á hitamælinum stóð í 22°C í vinnunni í dag. Ég neita að trúa að hann sé réttur, það voru sko engar 22° við skrifborðið hjá mér og þegar vindhviðurnar skullu á glugganum bak við mig fann ég kuldablástur á bakinu. Endað með þvi að fara í vetlingana til að koma í veg fyrir kal. Það er margt þægilegra en fletta pappírum með vettlingum. Mesta furða þó hvað er hægt að slá á lyklaborðið vettlingaklæddur.
Kom við í garnbúð á heimleiðinni og keypt mér garn í grifflur.
2 ummæli:
prjónaði lopasokkana í sumar þegar ég áttaði mig á að það er gott að eiga sokka til skiptanna í gönguskóna.
Kláraði eina grifflu í gær. Garðaprjón, saumað saman og skilið eftir op fyrir þumalinn og grifflan tilbúin. Ætla með hana í vinnuna í dag! Prjóna hina seinna. Hvenær? Veit ekki. Kannski aldrei.
Já nú fatta ég. Sokkana úr Kambgarninu sem ég byrjaði á. Nei þeir bíða bertri tíma. Gott að hafa eitthvað sem ekki liggur á!
Gef þá bara í jólagjöf.
Skrifa ummæli