30. október 2004

Laaangur dagur

Komin heim eftir langan skóladag uppfull af þvi að ég þurfi að borða súkkulaði ( það er til konfektkassi) eða kornflexkökur. Ákvað að vera skynsöm næsta klukkutímann, hringdi í Sjúkraliðann til að athuga hvort hennar gönguþörf væri ennþá mikil. Hún var farin að minnka en við ætlum nú samt að labba í klukkutíma eða svo og frestum nammiáti og virðisaukaskatts upprifjunum á meðan.




Sé á borðinu hjá mér að Tölvunarfræðingurinn er farinn að æfa jólalögin.

Go, tell it on the moun-tain over the hills and eve-ry wher.
Go, tell it on the mountain that Jesus Christ is born. While shepherds kept their
watching o´er si-lent flocks by night be-hold throughout the heavens, there
watch-ing flocks by night- be - hold hea-vens
shone a ho-ly light. - that Je-sus Christ is- born.

Get ekki sett nóturnar hérna inn en þeir sem vilja heyra verða bara að fara á jólatónkleika Gospelsystra.

Sem eru ekki virðisaukaskattskyldur félagsskapur skv. því sem ég lærði í dag.



1 ummæli:

Hafrún sagði...

Sennilega eru þær nú bara farnar að syngja jólalögin á æfingum. Held að það séu ekki jólalög á dagskránni hjá þeim á fimmtudaginn án þess þó að ég hafi spurt. En Andrea Gylfa syngur einsöng með þeim þá.
Gilla það verður ekki eins mikill einsöngur og í vor!