30. október 2004

Gönguferðir og sælgætisát

Ekki dugði gönguferðin til að koma mér út úr sælgætisþráhyggjunni. Ég bjó mér til kornflexkökur frekar en ekkert en þær voru bara því miður ekkert góðar.
Það er fúlt að hafa borðað nammi sem var svo ekkert gott. Ég meina ef maður er í óhollustunni á annað borð þarf hún að vera almennileg.
Ætla að muna það næst þegar mig langar í sukk og svínarí að kaupa eða láta kaupa fyrir mig almennilegan ost og vínber. Umm.
Núna langar mig hrikalega í Pepsi Max en á bara vatn og læt það duga mér í kvöld og í nótt.
Það var lítið um upprifjun á námsefni dagsins eins og til stóð. Fann mér afsökun til að horfa á sjónvarp og svo aðeins meira á sjónvarp og prjónaði reyndar alveg heilan helling með því. Lopinn búinn eina ferðina enn og ég þarf að kaupa mér eina plötu í viðbót til að klára.
Ætla núna að sefa samviskuna og lesa yfir nokkrar glærur og kannski prenta út eina eða tvær reglugerðir, svo er ég með helling af númeruðum úrskurðum yfirskattanefndar sem var mætlt með að skoða.
Skrítið að þetta skuli mest vera vinnufélagar og fyrrverandi vinnufélagar þínir GVÓ, sem eru að kenna þarna.

Ég vil taka það fram út af eldra bloggi hérna að ég tel konur vera skipulagðari í kennsku en karlarnir og að það komi menntun þeirra ekkert við. Kvennkyns endurskoðandi er ábyggilega skipulagðari kennari en karlandaskoðandinn.
Þarna er ég að alhæfa og ætla mér að alhæfa með þetta. Kannski eru undantekningar en þær sanna þá bara regluna.



Þeir gusa mest sem grynnst vaða
Ísl. málshættir.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Var nú bara að hugsa um minn eigin gusugang hérna á síðunni. En þú mátt alveg hugsa þinn gang fyrir því ;P