25. september 2004

Skápar

Skápar eru til margra hluta nytsamlegir. Maður geymir í þeim föt, skó, búsáhöld og ýmislegt dót. Svo má nota þá í líkingamáli.
Ég fór einusinni sem oftar á námskeið fyrir forvitnisakir, þetta var einhverskonar hugleiðslunámskeið eða hugræktarnámskeið stutt og laggott en það eina sem ég man eftir þvi var að leiðbeinendurnir voru að láta okkur taka til í fataskápunum okkar. Og ræða um hvað við geymdum í fataskápunum okkar. Ég sofnaði út frá hugsunum um hvort það væri ekki einhverjar flíkur í skápunum heima sem mætti henda. Leiðbeinendurnir komu því að að ég væri ekki tilbúin til að meðtaka efni námskeiðsins og ég var ekki alveg að átta mig á því hvað fólkið var að tala um . Efnið var bara eitthvað tal um föt úr náttúruefnum eða gerfiefnum og það var frekar svæfandi. Mér var bent á það eftir á að þarna hefði verið talað líkingamál um okkar andlegu skápa og tiltekt í þeim. Mér fannst þá og finnst ennþá að þetta hafi verið heldur langsóttar pælingar hjá þessu annars mæta fólki. Hef fundið miklu betri lausnir á andlegri tiltekt en að hugsa mig inn í fataskáp.
Svo keypti ég mér skáp þegar ég flutti inn hjá kerfisfræðingnum, ég og menntaskólaneminn. Þessi fataskápur sem er uppspretta ótal brandara eða öllu heldur sama brandarans frá flestum sem koma hér inn og eiga erindi í kjallarann.
Fasteignasalinn sem kom hér í dag til að meta íbúðina vegnar endurfjármögnunarhugleiðinga kerfisfræðingsins skoðaði svefnherbergin og baðið og stofu og eldhús en þegar hún opnaði stóra skápinn við hliðina á svefnherbergisdyrunum og bauð manninum að ganga þar nn og niður í kjallara sat ég í stúkusæti og fylgdist með svipnum á honum.
Þessi skápur er sko búinn að margborga sig.


1 ummæli:

Hafrún sagði...

Nú fór fyrir mér eins og á námskeiðinu forðum. Ég er ekki að fatta hvort þú ert að tala fataskápalíkingamál eða bara um efnislega fataskápa.
En ef þú ætlar að fá þér fyndinn fataskáp þarftu að stilla honum upp á réttum stað. Annars virkar hann ekki.