Var að byggja mér stórt hlass í dag. Í óðaönn í vinnunni að klára það sem ég ætlaði að klára fyrir kvöldið svo ég gæti lært í kvöl.
Síminn hringdi. ,,Er búið að aftengja uppþvottavélina" Og ég neyddist til að segja nei. Rjúka heim og aftengja vélina og draga hana út á gólf, sem var ekki neitt smá verk þar sem frágangurinn á innréttingunni kringum uppþvottavélina er meir en lítið öfugsnúinn. Vélinni hent út í bíl eftir nokkra bið og farið til að ná í aðra. Ekki verðum við uppþvottavélalaus svo það var eins gott að ég tróð gömlu vélinni minni í geymslu og þrjóskaðist við að fjarlægja hana þaðan þrátt fyrir óbeinar ábendingar þar að lútandi.
Gamla vélin mín semsagt komin heim á gólf en fer ekki inn í innréttingu fyrr en bleytan eftir þá sem var fyrir er þornuð. Ég ætla ekki að vaska upp. Búin að gera skyldu mína í dag.
Upphaflega hugmyndin hjá mér var að fá bróðir minn til að keyra þvottavélunum á milli í kvöld, soninn til að aftengja þá gömulu og ná henni úr innréttinguni og koma annari fyrir. En þar sem bróðirinn ákvað að drífa í þessu meðan sonurinn var að vinna og dóttirin ekki heima varð ég að henda frá mér því sem ég var að gera og hlaupa heim. Eftir þvottavélastússið kann maður ekki við annað en gefa fólki kaffi fyrir fyrirhöfnina, ekki fær hann neitt annað fyrir þetta og þá er kominn matur og þar sem kennarinn kom með kjúklingabita og færði okkur í kvöldmatinn sat ég náttúrulega yfir kaffi með honum eftir matinn og vinnan... umm hún fór víst ekkert. Verkefnin.... þau fóru víst ekkert heldur.
Þá er það vinna framm eftir kvöldi. Yndislegt. Og ekkert nám.
Guð gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég get ekki breytt.
Kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Eins gott að það er hægt að grípa í prjóna þó maður sitji og spjalli við gesti.
Það bjargaði líka heilmiklu að fá þó að borða í kvöld.
2 ummæli:
Átakinu þínu var frestað framm yfir helgina.
Þínu átaki var frestað fram yfir helgina Elín og uppvaskið bíður enn!
Það fer víst ekkert heldur.
Skrifa ummæli