eða þannig.
Vonandi verður þessi dagur til lukku einhverstaðar. Ekki það aðhann hafi svo sem orðið mér til neinnar ólukku en það hefur lítið þokast með verkefnin og lesefnið í dag. Engin hreyfing á vinnuni sem átti að klára í dag.
Það er þó allra meina bót að það var mikið talað við blómin í morgun, þau klippt og strokin og þrifið í kringum þau. Enda ekki annað hægt, þau og kettirnir eru þær lífverur sem eru mest á heimilinu og þýðir ekki að bjóða þeim upp á að lifa í kafi á ryki og kattarhári. Þe. blómunum í kattarhári og köttunum í ryki. Ekkert mál með heimilisfólkið, gerir því ekkert til að vaða í gegnum ryk og hára haugana þessa einn til tvo tíma sem það er heima á dag. Nú auðvitað fyrir utan þann tíma sem viðkomandi sofa.
Fyrir utan heimilissnyrtinguna sinnti ég minni eigin hársnyrtingu með því að fara í klippingu. Sinnti svo aðeins mannlegum samskiptum og þörfum mínum og Kerfisfræðingsins fyrir búðaráp var fullnægt að hluta.
Helv. skólaverkefnin liggja svo enn á borðinu óunnin. Mér hefði fundist lágmark að kettirnir leystu þau fyrir mig úr því ég tók til fyrir þá í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli