28. september 2004

Lögmálið um sendiboðann

Eða var það jafna x=y+z. Allavega er reglan sú að ef manni gengur ekki vel við það sem er verið að gera og einhver sýnir manni framm á það þá á að gefa út veiðileyfi á viðkomandi.
Í mínu tilfelli er sett inn í jöfnuna, (lærði ekki nóg fyrir próf + var sýnt fram á það í prófinu = veiðileyfi á prófsemjandann)
Þessi regla er hundgömul eignlega frá þvi löngu fyrir mitt minni, kannski er hún jafngömul mannkyninu þó að setningin um ,,að drepa sendiboðann" sé tilvísun í atburði í einhverju landi við Miðjarðarhafið fyrir meir en tvö þúsund árum. Annars er minni mínu í svona hlutum viðbrugðið fyrir lélegheit og ég man ekki þennan kafla úr mannskynssögunni frekar en aðra kafla úr henni. Þykist góð ef ég man fyrsta kaflann í æfisögu minni.
Er ekki búin að finna út hvar er helst að rekast á ,,kennarann" til að veiða hann enda þýðir ekkert að fara af stað nema hafa nógu stórann flugnaspaða í verkið. Flugnaspaði er eina leyfilega verkfærið í þá veiðiferð.

Og að öðrum óskyldum málum. Ég átti frí í kvöld! Vissi ekki hvað eða hvernig ég átti að vera. Þurfti ekki að læra og ekki að vera með samviskubit yfir því að vera ekki að læra. Sýndi þess vegna mína skárri hlið og eldaði saltfisk upp á gamla mátann. Soðinn með hamsatólg og kartöflum. Á helling af saltfiski sem bíður eftir að ég fái dugnaðarkast og steiki hann handa gestum sem ég þarf eiginlega að fara að bjóða í mat. Eftir að semja gestalistann en er farið að dauðlanga í steiktan saltfisk... og að gefa einhverjum með mér af honum!
Eftir fiskiátið hringdi ég í vinkonu mína sem ég vissi að átti EKKI (aldrei þessu vant) að vera að vinna í kvöld. Hún svaraði mér ekki í heimasímann og hún svaraði mér ekki í gsmið sitt og hún hefur ekki hringt. Annaðhvort hefur hún ekki séð að það er misstur kall á símanum hennar eða hún vill ekkert við mig tala.
Djöf. held ég hún sé illa upp alin þó ég sé búin að gera mitt besta í áratugi.

Skólafrí á morgun líka en brjáluð vinna frammundan það eru að koma MÁNAÐAMÓT. Hjálp! Vinnan á ,,smávinnustöðunum" hefur mætt afgangi þessar síðustu vikur og nú má ég bretta upp ermar til að vinna upp. Ætlaði reyndar að gera það í morgun. Byrjaði daginn með stæl, fór á fætur 5:15 og var mætt í spinning einum og hálfum tíma seinna.
Beint úr ræktini í vinnu bara til að lúskrast heim hálftíma seinna í svo svæsnu höfuðverkjakasti að ég var við að æla.
Vinnan bíður enn og nú man ég hverju ég ætlaði að redda fyrir þá í dag!!!!!!!!!
Verður mitt fyrsta verk í fyrramálið!



34
Afhvarf mikð
er til ills vinar
þótt á brautu búi.
En til góðs vinar
liggja gangvegir
þótthann sé firr farinn.

35
Ganga skal,
skala gestur vera
ey í einum stað.
Ljúfur verður leiður
ef lengi situr
annars fletjum á.

Engin ummæli: