15. september 2004

Leiðréttur misskilningur

Það er misskilningur að ég sé í þessu námi til að standa mig betur í vinnunni. En förum ekki nánar út í þá sálma opinberlega. Svo var samkomulag fyrir rúmum fimm árum að ég yrði allan daginn þegar þau væru í fríi hjónin. Núna var ég spurð hvort ég ,,gæti, amk. eitthvað" og ég sagði já. Það kemur sér vel að eiga frídaga inni.

OG
að lokum: önnur lopapeysuermin búin hin rúmlega hálfnuð og bara farin ein plata af lopa. Sé framm á að þessar 3 plötur sem ég keypti fari bara nokkuð langt í peysuna.


Engin ummæli: