14. september 2004

Geðheilsan í dag

Jæja búin að fara og reyna að lappa upp á geðheilsuna. Tókst að halda í eitthvað af glórunni og vonandi kemur það mér til að sofa í nótt. Er annars illa haldin af stressi, svo illa að það er að fara með líkamlega heilsu líka.
Merkilegt annars hvað maður getur orðið slæmur í fótunum af þvi að sitja í stól allan daginn. Og bakinu líka.
Ég hélt einusinni fyrir langa löngu að það væri allra meina bót að komast í vinnu þar sem ég þyrfti ekki að standa upp á endan í átta tíma. Var á þeim tíma svo slæm í fótunum að ég var í vandræðum með að standa út vaktina. Er að komast að því að ég þarf að finna einhvern gullin meðalveg og held að hann sé vandfundinn.
Annars á ég eftir að gera þetta og gera hitt og læra þetta og læra hitt og og og svei því. Verð að vinna allan daginn í eh. vinnunni (eh lesist eftir hádegi en ekki efnahags) frá fimmtudegi til fimmtudags. Það væri svo sem í góðu lagi ef hinir vinnuveitendurnir væru ekki að fara fram á að það væri eitthvað gert þar líka. Svo ég var að til sjö í dag til að sýna lit.
Ætla að taka aukavinnuna út í fríi prófdagana svo þessi tímabundna heilsdagsvinna kemur sér ágættlega að því leyti og ef ég sit og anda að mér lyktinni af skólabókunum meðan ég pikka á lyklaborðið ætli ég kunni þá ekki námsefnið.
Annars er varla að ég valdi lyklaborðið orðið, veit ekki hvort þetta hefur eitthvað með vöðvabólgu að gera eða stressið eða hvorutveggja, annað er sjálfsagt afleiðing af hinu en fékk þá hugljómun í dag að ég þyrfti að fara að drífa mig í leikfimtímana hjá Birgittu í Baðhúsinu á laugardagsmorgna, hún er með svo svakalega góðar teygjur fyrir vöðvabólgusjúklinga en mundi þá eftir þvi að ég er í skóla á laugardag svo þar fór það. Nú þá er náttúrulega gott að fara í yoga og ná einhverri hugarró og andlegu jafnvægi (eða þannig) en æjá, yogað er á fimmtudagskvöld og ég í skóla.
Held að body pump eða einhvert hörkupúl í ræktinni henti mér ekki eins og er svo það er spurning um að líma sig saman fram yfir helgina og kannski kanna sundlaugina.

Ella LOFAÐI heilsugöngu á sunnudag. Kraftgöngu!

Og talandi um Ellu. Hún tók upp á þvi að sinna sjálfri sér án þess að ég skammaði hana til þess.
Var satt að segja búin að steingleyma að hún væri til (nei, að ég þyrfti að ala hana upp) og þá tekur hún upp á þvi að taka ábyrgð á sér sjálf.
Er alltaf að sjá að ég er EKKI ómissandi en er voðafljót að komast í afneitun aftur.

Ég viðurkenni vanmátt minn og ætla að reyna að stjórna eigin lífi.
:-p

Engin ummæli: