Náði að eyða 8 tímum á vinnustað í dag. Ætla ekki að halda því fram að ég hafi unnið þá alla, það er nefnilega of stutt í tölvuna, þarf reyndar að vinna á hana og þar sem ég bý svo vel í vinnunni að vera sítengd er freistandi að taka pásur og skoða blogg. Gerði það annað slagið í dag, er að kanna þessa veröld síblaðrandi bloggara á netinu og er farin að hallast að því að þetta sé lítill heimur. Finnst ég allavega vera að sjá sömu nöfnin aftur og aftur á hverri síðunni eftir aðra. Auðvitað með smá tilbreytingu, þó það nú væri.
Á milli þess sem ég athugaði hvenær bloggarar landsins vöknuðu reyndi ég að koma einhverju í verk í vinnunni. Hefði mátt vera meira. Ég var svo bjartsýn að halda að ég gæti klárað verkið um helgina en af óviðráðanlegum orsökum (ekki bara blogglestri) verð ég eitthvað fram í vikuna. Og skólinn að byrja á miðvikudag og full kennsla um næstu helgi og bráum kominn 15. sept. og ég þarf að vera búin að klára það sem ég var að vinna við í dag og hobbývinnuna fyrir hann bróðir minn, helst í vikunni.
Er farin að verða svolítið stressuð.
Dreif mig svo heim upp úr sjö af þvi ég var búin að lofa vinkonu að lesa yfir með henni efni sem hún var að þýða. Eldað mér mat í snarhasti og borðaði í ennþá meira snarhasti kolbrennt brokkál og kjúkling. Komst svo að því að vinkonan var búin að reyna að ná í mig í tvo tíma til að fresta yfirlestrinum en síminn minn var stilltu á einhverja mjög afbrigðilega hringingu og hringdi bara þegar tölvunarfræðingurinn þurfti að ná í mig.
Þannig að plönin mín hrundu á örskotsstund og ég sá fram á að geta hellt mér upp á kaffi og bloggað áður en ég endurskipulegði minn dýrmæta tíma.
Ó já. Minn dýrmæti tími fór svo það sem eftir var kvölds að hlusta á menntaskólanemann hringja í samnemendur út af böðulsstörfum morgundagsins. Fékk hvorki að klára blaðrið eða byrja á ,,hobbýdjobbinu". Símaskráin er sko á netinu og eitthvað fleira þurfti hann að nota tölvuna þessi elska.
Fékk nú samt smá útskýringu á áföngunum sem hann á að taka en vill ekki taka og fékk leyfi til að skoða námsferilinn hans í þessum skóla sem ég held að sé með lélegustu menntastofnunum landsins. Fæ að fara og rífa kjaft þar og ætla að taka Kennarann með mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli