,,Hver var að deyja" smsast Vinkonan. ,,Enginn sem hún þekkir" segir Hafrún. ,,Maður sem ég kynntist fyrir áratug. Leitaði til hans þegar lífð var of erfitt til að standa undir því hjálparlaust. Fékk hjálp. Taldi hann svo með vinum mínum, hann og konuna hans. Kom misjafnlega þétt í heimsókn. Stundum af þvi ég þurfti á þvi að halda en stundum bara til að heilsa upp á þau. Halda sambandinu!"
En Hafrún er ekki dugleg að halda sambandi við fólk og ferðirnar urðu strjáli. Tók sig stundum á og kom við á leið heim úr vinnu en svo lá leiðin ekki lengur framhjá þeim og fyrir ári síðan kom hún síðast við. Ræddi þá um sjúkdóminn sem þessi vinur hennar hafði greinst með og hún var nýlega búin að frétta af. Áttaði sig á þvi einhverstaðar í umræðunni hvaða afleiðingar þessi sjúkdómur mundi hafa. ,,Einn af hverjum tíu þúsund fá þetta” sagði hann. Eða sagði hann einn af hverjum hundrað þúsund?
Hafrún fór heim og hugsaði. Hugsaði hvort þetta þýddi að hann væri dauðvona. Hugsaði um líffæraflutninga og hugsaði sitt. Syrgði. Byrjað strax þá.
Velti svo oft og iðulega fyrir sér hvort það mundi vera óhætt að banka upp á eða hvort það væri ekki vissara að hringja fyrst. En kom því aldrei í verk, afneitun og hræðsla við að fá staðfest það sem hana grunaði, og vissi innst inni en meðan enginn segir það getum við verið í afneitun. Og alltaf hentara næsta vika betur!
Tíminn hefur þotið hjá og endalokin voru nær en Hafrún hafði grunað.
Vinurinn var þeirrar gerðar að hann skyldi manneskjurnar og mannlega breyskleika, veit þess vegna að samviskubit er eitthvað sem hann myndi brosa góðlátlega að.
,,Jarðaförin auglýst síðar"
Hafrún vildi gjarnan geta farið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli