27. ágúst 2004

inniskór og gallabuxur

Skrapp í Kringluna í hádeginu. Var búin að miða út skóútsölu. Eintómir inniskór þar, stærðir 36 og 45-47. Fann svo eina sem ég gat notað. Á inniskó og ánægðar tær núna. Svo fór ég og skoðaði föt.

Keypti gallabuxur fyrir mörgum árum. Þær pössuðu þá en þær urðu of litlar, svo urðu þær aftur passlegar og svo urðu þær eiginlega of stórar. Breytti þeim í stuttbuxur í sumarfríinu og þá átti ég engar gallabuxur lengur. Fór núna og skoðaði og mátað og keypti.
Keypti mér einar gallabuxur og það hef ég ekki gert í mörg ár, duga ekki fingur á annari hendi til að telja. Geng svo um gólf heima í inniskóm og gallabuxum. Ekki bara inniskóm og gallabuxum en aðallega.
Eru ekki ánægðar tær undirstaða lífshamingjunnar?

Engin ummæli: