14. júlí 2004

Það er að styttast í sumarfrí

Það er að styttast í sumarfrí og ég held að ég sér að flippa út af spenningi. Verst að ég á bara þrjár vikur eftir af fríinu. En hugsið ykkur; heilar þrjár vikur út úr bænum, laus við malbikið, skrifborði, umferðarljósin og og og eitthvað var það fleira, jú útsölurnar. ;-) Ekki tölvuna, ég ætla að taka með mér labtop til að geta reddað málum um mánaðamótin fyrir vinnurnar.
Kann enga aðra skýringu á þvi hvað allt er gaman og skemmtilegt þessa dagana og hvað mig langar til að koma miklu í verk en að það er að styttast í frí. Nema ég sé í uppsveiflu í geðhvörfum! En er svo sem sama hvaðan gott kemur.
Er steinhætt að láta uppeldisaðferðir dóttirinnar trufla mig en hún er í sumarfríi þessa dagana og fann þá köllun að kenna mömmu sinni að ganga um. Úps.
Var jafnvel að spá í að forða mér bara í annað húsnæði á timabili og henni finnst það alveg rökrétt því að þegar bíllinn minn sé orðinn svo fullur af drasli að ég er í vandræðum með að komast inn í hann selji ég hann bara og fái annan hreinann með engu drasli. Því ekki að flytja milli húsa líka og skilja draslið eftir. Þetta eru nú verulegar ýkjur hjá henni því þegar ég flutti hingað flutti ég helling af drasli með mér. ALLTOF MIKIÐ.
Annars gegur sambúð okkar mæðgnanna yfirleitt þokkalega fyrir sig, höfum ekkert slegist og ekki mikið rifist en það er nú kannski vegna þess að við erum sjaldan heima á sama tíma.

14
Þagalt og hugalt
skyli þjóðans barn
og vígdjarft ver,
glaður og reifur
skyli gumna hver
uns sinn bíður bana.

Engin ummæli: