15. júlí 2004

Bíllinn minn farinn ...

Góða skapið rokið út í veður og vind. (í logninu) Passatinn minn farinn frá mér fyrir fullt og allt. Fékk í staðinn blikkdós frá Kóreu, lítur að vísu þokkalega út en er enginn passat. Engar centrallæsingar (samlæsingar.  Tölum íslensku!) og það er eins og lykillinn passi ekki í skrána á bílstjóahurðinni. Maður snýr framm og til baka og heyrir járn í járn þegar þarf að opna. Farþegamegin er allt fast, ekki að reyna að opna þeim megin. Svo ég sit í sorgum og finnst lítil huggun í því í augnablikinu að ég á ökutækið skuldlaust.  :-(
En ég hef þó allavega tölvuaðgang ennþá og get fiktað í útlitinu á síðunni minni. Gleymi kannnski sorgum mínum á meðan.
Fann hvar og hvernig átti að setja inn linka. Fikta í litum og letri og veit ekkert hvað ég er að gera. Eyðilegg eitthvað og það lagast þegar ég er að reyna að setja inn eitthvað sem kemur því ekkert við.
Best að halda því bara áfram. Kannski hverfur allt hver veit.

 

41

   Vatn úr fjallalind
í skugga hárrar furu
   Ber ég mér að vör
í lófa mínum.-Ekkert
jafnast á við sumarið!

 

 



 

 


  
 



Engin ummæli: