25. desember 2012

Jóladagur 2012

Ég hugsa stundum um það þessa dagana að mig langi til að skrifa hér inn langa pistla um hitt og þetta en aðallega þó jólin. Ég hef mig samt aldrei í það, það er tímafrekt og ég nenni ekki að tölvunni þegar ég hef eitthvað að segja. Þess vegna fjara allar mínar gáfulegu hugsanir út í skammdegismyrkrinu á þess að fá sitt pláss á veraldarvefnum eða á pappír. Ég tók þó upp myndavélina í gær og kannski ég reyni að hafa hana við hendina næstu daga þó svo að þrífóturinn minn hafi bilað í morgun og ég sé ekki ánægð með fókusinn á vélinni, eftir byltuna sem hún varð fyrir í haust.

Spil voru bönnuð á jólunum þegar ég var krakki, þá eymdi enn eftir af þeim boðskap að spil væru 
komin frá þeim illa. Þetta hefur setið lengi í mér en í gær ákvað ég að gefa frat í þessa gömlu kúgun kristinna harðstjóra og spila á aðfangadag.
Þetta verður vonandi oft endurtekið.   


Engin ummæli: