18. september 2012

Árlegir viðburðir

Þegar ég sat, í gær sveitt og stressuð yfir lokaafstemmingurm síðasta árs var ég spurð að því hvort þetta væri ekki svona hjá mér á hverju ári og hvort það þyrfti ekki að endurskoða fleira en bókhaldið. Ég gat ekki þrætt fyrir það en ég hef alltaf eitthvað til að réttlæta mig, líka þó ég viti innst inni að það er ekkert réttlæti í þessum heimi. Eða þannig.
Ég þarf að vinna fram á nætur næstu daga. Myndavélin mín er ekki komin úr viðgerð. Ég má ekki vera að því að fara út að labba þó veðrið sé gott. Ég hef ekki tíma til að lesa alla bloggpistlana sem bíða þess að verða lesnir og námið verður líka að bíða í nokkra daga, nema það allra nauðsynlegasta. 

Það er nauðsynlegt að mæta í tíma og í dag kynnti einn samnemandi minn uppáhalds ljóðskáldið sitt fyrir okkur.  Ef einhver er á leiðinni til Danmerkur má sá hinn sami alveg færa mér eina ljóðabók eftir Frank Jæger. 


Vi, der valgte regnen,
vi har lange, valne fingre 
og et stort og frodigt hår. 
Vi får markens grønne grøde 
kastet ned i vore lunger,
mens vi går. 

Vi, der valgte natten,
vi får uglerunde øjne 
sået til med sære syn. 
Vore fødder træder varsomt 
og en tanke trykker sårt på
vore bryn. 

Vi, der valgte landet,
har lidt evig jord i lommen 
og på vore ellesko. 
Vore tænder knuser kerner, 
tag en enkelt, tag en håndfuld
eller to. 

Vi der vælger livet
går en dag på tværs af vejen, 
ender i et efterår. 
Vi får regnen, natten, landet 
trykket ind mod vore hjerter,
mens vi gaar. 

Frank Jæger

Engin ummæli: