Ég skrapp í utanlandsferð um daginn til að fagna próflokum. Meiningin var að fá framlengingu á íslenska sumarið og ég var harð ákveðin í að finna hitastig yfir tveggja stafa tölu. Það brást.
Það sem ég fann í ferðinni var Wii tölva, hráslagalegt breskt vor, og fáeinar fatabúðir. Það var samt langt í frá alslæmt og ég bætti örlitlu við landafræði þekkingu mína. Það er stutt á milli Manchester og Liverpool. Auðvitað má sjá það á landakortum en sjón er sögu ríkari.
Ég sá líka fólk sem minnti mig á persónur í Little Brittain, þessi sem stóð upp úr hjólastólnum á hafnarbakkanum og allir hinir hér og þar, sumar í strætó aðrar á götunum. Kannski er ekki sama í hvaða borgarhverfi maður stúderar mannlífið en á einhverjum tímapunkti fór ég að velta fyrir mér skandinavískum og breskum útlitseinkennum.
Ég tók líka myndir en þegar upp er staðið eru borgir hver annari líkar og myndir af húsum og byggingum geta verið hvaðan sem er, þess vegna voru ekki mjög margar myndir á kortinu þegar ég kom heim.
Zelda er til fyrir Wii tölvu |
Út um safnaglugga. |
Þessi voru ekki í mínu númeri annars hefði mig ekki munað um þessi 2500 pund. |
Stundarkorn velti ég því fyrir mér að taka ferjuna eitthvað út í bláinn. |
Bítlabúðin, ég tímdi ekki að borga mig inn á
Bítlasafnið fyrir korter.
|
Kaffibolli þarfnast engra skýringa |
Ég ætlaði að sjá helling af þessu en maður fær ekki alltaf allt. |
1 ummæli:
Góðar stundir :)
Skrifa ummæli