Einhvernveginn er það svo að þegar ég sest við tölvuna er heilinn dofinn. Aftur á móti þegar heilinn er starfhæfur og hefur orð á hraðbergi er ég öðru að sinna en bloggfærslum.
Annars er ég bara nokkuð glöð enn þá yfir því að vera aftur orðin ég sjálf. Svo þegar ég hugsa um hvað það er gott að geta glaðst verð ég líka glöð yfir því að geta verið glöð. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið.
Ég þekki miður of marga sem líta sjaldan glaðan dag og það hefur ekkert með þeirra vilja að gera. Heilinn og rafboðin sem stjórna líðan okkar er ekki einfalt fyrirbæri.
Ég leyfi mér samt að fullyrða að vorið sé komið sunnan heiða og hef sannanir fyrir því.
 |
Í grasagarðinum var breiða af bláum blómum og þetta eru ekki gerfiblóm |
 |
Tröllatær |
 |
Handfæraveiðra eru ábyggileg vorboði |
 |
Svo er það heilsulykilinn. |
2 ummæli:
Til hamingju með að vera orðin þú sjálf aftur. Það er alltaf jafn gaman að finna sjálfa sig (láttu mig þekkja það). Gott að heilsan er að batna og líkamlegur styrkur að koma aftur.
Myndirnar úr grasagarðinum eru mjög fallegar. Láttu bara eftir þér að detta í myndavélina, þú ert svo flink að taka myndir. Og þýskar sagnir eru ofmetnar :)
Takk fyrir Harpa.
Og, já þýskukennarinn sagði reynar þetta sama en ekki fyrr en eftir prófið :)
Skrifa ummæli