19. febrúar 2011

Lítið volar lítið kann

segir í vísunni ef ég man rétt.


Einhver Facebook status hreyfði við mér í dag, mér sem yfirleitt þoli ekki svona uppbyggilegar  hermilimklessu stöðulínur. Ég man hann ekki alveg en það var eitthvað bull um að láta ekki daginn líða án þess að gera eitthvað smávægilegt til að koma draumum sínum í framkvæmd. Ég hugsaði með mér að það væri nokkuð til í því og ég gæti alveg opanað eina námsbók og séð hvað stæði á opnunni.

Í dag hef ég ekki litið í aðra bók en eina skáldsögu sem ég þurfti að klára fyrir hádegi en ég fékk mér göngutúr frá LHÍ við Hringbraut og yfir á Skólavörðustíg. Ég varð dauðþreytt og mér varð skítkalt. Ritæfing dagsins telst þessi pistill og í stað þess að lengja sólahringinn í 30 klukkustundir þyrfti ég að fá tvo fyrir einn. Tólf tíma sólahringur hentaði mér mjög vel núna.

Visan er nokkurnvegin svona.

Litli Jón á litlu kistu situr
lítið volar, lítið kann
lítinn mola fá vill hann.

Litli Jón á litlu kistu situr,
litla kisa læðist inn
og lítinn huggar vininn sinn.

Þetta er svakalega mikið af ellum í þessu (nei ekki Ellum), getur þetta verið rétt útgáfa.   Ég þarf að athuga það á morgun.

Engin ummæli: