8. október 2005

Norðurljós og gleymska

Var í kvöld mat og Idol glápi í gærkvöldi.
Ég horfi ekki á Idol en þegar það var byrjað og Eilífðarneminn minn og kærastan voru búin að koma sér fyrir í sófanum og byrjuð að horfa smitaðist ég og fylgdist með öllum þættinum. Þetta er náttúrulega bilun en hvað sagði ekki í textanum hérna um árið ,,ég myndi gera hvað sem er fyrir frægðina" og mér sýnist það vera orð að sönnu.
Tók smá rúnt í bænum eftir sjónvarpsglápið, endaði úti Nesi með útsýni yfir gróttuvitann og ljósin á Akranesi. Það var heiðskýrt, norðurljós og háflóð svo ljósin í vitanum spegluðust í sjónum.
Mikið er ég fegin því að Seltirningar höfðu vit á að slökkva á flóðlýsingunni sem misvitrir menn létu sitja upp þarna.
Mér var of kalt til að nenna niður í fjöru og setja fæturnar í bæjarlistaverkið en ég á eftir að gera það eitthvert kvöldið þegar veðrið er svona. Loksins búin að fá lopapeysuna mína aftur heim svo ég get klætt mig almennilega áður en ég fer í næstu norðurljósaskoðun.
Átti svo að færa vinkonu minni lykil en mundi ekki eftir þvi fyrr en ég var komin heim að dyrum og nennti ekki að snúa við.

Blogg er tímaþjófur og nóg af þvi í bili!

Engin ummæli: