18. júlí 2004

Tími fyrir vini?

Hringdi í gamla vinkonu í kvöld. Hitti hana síðast við jarðaför. Þá höfðum við ekki heyrst í rúma fimm mánuði. Hugsaði til hennar oft í vetur og vor, vissi að ástandið var ekki upp á það allra besta hjá hennar fólki en hafði ekki samband. Í og með vegna þess að ég vissi að álagið á þeim hjónunum væri mikið. Meira þó af því að ég gaf mér ekki þann tíma sem þurfti til að kíkja í heimsókn eða taka upp símann og hringja. Og loksins þegar ég hringdi í hana í vor var það til að votta þeim samúð mína.
Hét því í vor  að láta ekki marga mánuði líða án þess að heyra í þessum vinum mínum  af því að ég veit hvað tómleikinn og sorgin verða yfirþyrmandi þegar allt er afstaðið,  gestirnir farnir sinn veg og hversdagsleikinn á að fara að hafa sinn gang. Þess vegna ætla ég að reyna að standa við heitið. Geri mitt besta. Í þeirra tilviki fara síðustu gestir ekki fyrr en í ágúst en ég hringdi samt í kvöld rétt svona til að láta vita af því að ég hugsaði til þeirra.  
En það að heyra í fólki sem þarf að þola hörmungar sem ekki sér fyrir endann á rífur mann líka upp úr værðarmókinu og maður hleypir hluta af þeirra sársauka inn á sig. Þess vegna er oft svo miklu auðveldara að humma það fram af  sér að hringja. Afsaka sig með tímaleysi eða einhverju öðru. 

Ég þykist vera að læra það með aldrinum að ganga ekki að fólkinu mínu og vinum mínum vísum þegar að því kemur að ég hafi tíma.
Eitthvað er ég búin að læra. Fer með mömmu minni í utanlandsferðir af því að hún getur ekki farið ein og af því að mig langar til að eyða tíma með henni. Er að reyna að koma henni af stað í ferðalag með mér innanlands núna og ætla að eyða hluta af sumarfríinu hjá þeim því hún á jú líka mann en honum næ ég ekki í ferðalög. 
Gengur ekki eins vel að taka mér tíma til að sinna öðrum samskiptum við vini og ættingja, mér hættir hugsa ,,æi ég hringi seinna, annað kvöld eða um helgina" og hugsa það sama næsta kvöld ef ég er þá ekki búin að steingleyma öllum góðum ásetningi og því að ég þekki einhverstaðar gott  fólk sem ég vil halda sambandi við.
 


When I think of angel 
  

When I think of angel - I think of you
With your flaming red hair – and the things that you do
I heard you had left, no it could´nt be true
When I think of angel - I think of you 
 
Good speed to you angel wherever you go
Althought you have left - I want you to know
Our heart´s full of sorrow, I won´t let it show
I´ll see you again when it´s my time to go 
  
When I think of angel - I think of you
With your flaming red hair – and the things that you do
I heard you had left, no it could´nt be true
When I think of angel - I think of you

Kristján Kristjánsson(kk)

Brosmild stelpa með ljósrautt sítt hár. Ég hlustaði á þetta í jarðaförinni hennar. Minnist hennar og þeirra sem misstu hana þegar ég heyri þetta lag.

 
 
  

 




Engin ummæli: