
Þar er hægt að sitja og horfa út á fjörðinn í norðanroki, í suðvestan stormi, í svarta þoku og næturlogninu þegar sólin byrjar að senda rauðgula birtu upp yfir ystu fjöll við fjörðinn svona rétt eftir að hún dróg síðustu geislana niður fyrir tindana við fjarðarbotninn.
Frá réttu sjónarhorni sést aðeins hafið og það er eins og ekkert sé til nema glugginn, hafið og æðarfuglinn sem sækir alltaf í sama strauminn utan við víkina.
Ég vildi alveg hafa þetta útsýni með mér hvert sem ég fer.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli